Nýjast á Local Suðurnes

Opna ábendingagátt eftir ábendingar

Starfsfólk Reykjanesbæjar vill heyra hvaða ábendingar íbúar kunna að hafa varðandi þjónustu eða aðbúnað í bænum. Því hefur verið opnuð sérstök Ábendingagátt þar sem tekið er við ábendingum. Samhliða hefur ábendingahnappur varðandi lagfæringar í umhverfi verið færður inn í Kortavef Loftmynda.

Reykjanesbær hafði starfrækt um skeið ábendingavef varðandi lagfæringar í umhverfi en ábendingar bárust um að almenna ábendingagátt vantaði . Við því var brugðist, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.