Nýjast á Local Suðurnes

Keflavik og Grindavík unnu en tap hjá Njarðvík

Suðurnesjaliðin þrjú, Grindavík, Keflavík og Njarðvík voru á ferðinni í Dominos-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Keflavik og Grindavík höfðu sigur í sínum leikjum en Njarðvík tapaði.

Kefla­vík vann Hauka með ellefu stiga mun, 80-69 á heimavelli. Dean Williams átti fínan leik fyrir Keflvíkinga og var stiga­hæst­ur með 22 stig og 11 frá­köst.

Grinda­vík vann góðan sig­ur á Val, 90-68, er liðin mætt­ust á Hlíðarenda. Sig­trygg­ur Arn­ar Björns­son fór fyrir liði Grinda­vík­ur og setti niður 26 stig, tók 3 frá­köst og gaf 6 stoðsend­ing­ar.

Njarðvíkingar töpuðu gegn sterku liði KR í Njarðtaksgryfjunni 81-87. KR-ingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og héldu út þrátt fyrir fínt áhlaup heimamanna undir lok leiksins.  Mario Mata­sovic var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 22 stig auk þess sem hann tók 13 frá­köst.