Nýjast á Local Suðurnes

Jajalo og Daniels áfram með Grindvíkingum

Grindvíkingar eru þegar farnir að huga að leikmannamálum fyrir Pepsi-deildina á næsta ári. Tveir erlendir leikmenn hafa framlengt samninga sína við liðið, en það eru Kristijan Jajalo markvörður og sóknarmaðurinn William Daniels. Báðir skrifuðu þeir undir tveggja ára samninga við liðið.

Kristijan Jajalo er 23 ára markvörður frá Bosnínu-Hersegóvínu. Hann kom til liðsins í lok júlí þegar leikmannamarkaðurinn opnaði á ný en Grindavík hafði átt í miklum markvarðavandræðum framan af sumri.

Þá hefur Bandaríkjamaðurinn William Daniels einnig framlengt sinn samning en hann skoraði 6 mörk í 17 leikjum í sumar.