Nýjast á Local Suðurnes

Erlendur ferðamaður á hraðferð fékk 130.000 króna sekt

Rúmlega tuttugu ökumenn voru kærðir í vikunni fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Sá sem hraðast ók reyndist vera erlendur ferðamaður og mældist bifreið hans á 155 kílómetra hraða á Reykljanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Hann mátti reiða fram 130 þúsund krónur í sekt fyrir hraðaksturinn.

Þá voru tveir ökumenn réttindalausir og allnokkrir staðnir að því að leggja bifreiðum sínum ólöglega í umdæminu, segir í tilkynningu frá lögreglunni.