Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara efst eftir dag tvö á Heimsleikunum í crossfit

Það er óhætt að segja að fjölmiðlar vestanhafs sem fjalla um heimsleikana í crossfit hafi haft rétt fyrir sér þegar þeir spáðu því að Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir væri sá keppandi sem ætti að fylgjast með á leikunum. Sara er sem stendur í fyrsta sæti leikana, en keppnisdegi tvö lauk í nótt.

Í nótt var keppt í þremur greinum og lenti sara í níunda sæti í tveimur fyrstu en gerði sér svo lítið fyrir og sigraði svokallað “Dead lift” með yfirburðum en hún kláraði þrautina tæpri mínútu á undan keppandanum sem lenti í öðru sæti.

Sara mætir svo aftur til leiks í dag og í nótt en þá verður keppt í fjórum greinum. Hægt er að fylgjast með leikunum í beinni útsendingu hér, auk þess sem hægt er að skoða upptökur af keppni í einstökum greinum á sama stað.

efst ragnheidur sara

Skjáskot af stigatöflunni