Nýjast á Local Suðurnes

Stöðvaður á leið til Grænlands með 700 grömm af hassi

Fjórða skiptið sem toll­verðir stöðva farþega á leið til Græn­lands með hass

Toll­verðir fundu um síðustu mánaðar­mót um 700 grömm af hassi í far­angri flug­f­arþega í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Maður­inn var á leið til Græn­lands þegar hann var stöðvaður. Í snyr­titösku í ferðatösku hans voru fjór­ar pakkn­ing­ar af hassi, sem pakkað hafði verið inn í sellóf­an.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hand­tók mann­inn og færði hann á lög­reglu­stöð. Rann­sókn máls­ins er lokið.

Þetta er í fjórða skiptið á þessu ári sem toll­verðir stöðva farþega á leið til Græn­lands, sem eru með um­tals­vert magn af hassi í fór­um sín­um. Mesta magnið sem tekið hef­ur verið í einu voru 5.5 kíló sem toll­verðir lögðu hald á í júlí­mánuði síðastliðnum.

Toll­stjóri minn­ir á fíkni­efn­asím­ann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á fram­færi upp­lýs­ing­um um fíkni­efna­mál. Fíkni­efn­asím­inn er sam­vinnu­verk­efni lög­reglu og tol­lyf­ir­valda og er liður í bar­átt­unni við fíkni­efna­vand­ann.