Sparnaðarráð vikunnar er að heimsækja vini og ættingja
Að eiga góða vini og ættingja getur sparað okkur pening vegna þess að umgengni við gott fólk er líklegt til að létta lund og auka jákvæðni.
Þegar við eru glöð og jákvæð eyðum við öðrvísi en þegar við erum niðurdregin og óhress. Þegar við erum jákvæðari þá setjum við okkur skýrari og raunhæfari markmið, við erum sjálfsöruggari og skipulagðari. Við erum viljameiri og höfum meira úthald.
Reyndar getur allt sem vekur jákvæðar tilfinningar leitt til sparnaðar þegar við horfum á hvernig tilfinningar hafa áhrif á hvernig við notum peninga. Erlendar rannsóknir* sýna að því minni pening sem við eigum því sterkari verður tilfinningin að tilheyra.
Fjármálavenjur íslendinga kenna okkur síðan að peningar hjálpa okkur að tilheyra einhverjum hópum í samfélaginu. Hvort sem það eru tískufötin, farsímarnir, hverfið sem við búum í eða fótboltaliðið sem við höldum upp á þá erum við öll að finna okkur leiðir til að tilheyra. Það er út af þessari óþægilegu tilfinningu að vanta eitthvað, að tilheyra ekki, sem við finnum leiðir til að yfirskuldsetja okkur.
Við erum félagsverur og okkur er eðlislægt að tilheyra. Nýttu ódýrustu leið sem til er og vertu innan um vini þína og ættingja.
Þegar þú last greinina hér að ofan er líklegt að einhver góður vinur eða ættingi kom upp í huga þinn – Hringdu í viðkomandi.
Gangi þér vel.
Haukur – skuldlaus.is
* Lea og Webley (2006). Money as tool, money as drug: the biological psychology of a strong incentive. Behavioral and Brain Sciences, 29, 161-209