Nýjast á Local Suðurnes

Grjótgarðar ehf.: Reynslumikið starfsfólk tryggir fagleg vinnubrögð

Hjá Grjótgörðum ehf. eru fagmenn í hverri stöðu - Vetrarvinna er lítið mál

Svo lengi sem ekki er frost í jörðu er mögulegt að huga að vinnu við ýmislegt í garðinum, til að mynda er vel mögulegt að vinna við hellulagnir og trjáklippingar, en þar sem verkefnastaða fyrirtækja sem sérhæfa sig í þess konar vinnu er góð fyrir sumarið er ekki úr vegi að vera snemma á ferðinni.

„Best er fyrir þá sem eru að hugsa um að fara í einhverjar lóðaframkvæmdir í sumar að huga að því fyrr en síðar, þar sem það getur reynst erfitt fyrir okkur að koma og gera tilboð í hellulagnir og lóðarvinnu í sumar. En núna þegar að það er rólegra er auðveldra að koma og gera tilboð.“ Segir Hjalti Már Brynjarsson framkvæmdarstjóri Grjótgarða ehf., en fyrirtækið sérhæfir sig í öllu sem við kemur garðavinnu.

Grjótgarðar ehf. sáu um hellulgnir við Íþróttamiðstöðina í Grindavík - Það verkefni þykir afar vel heppnað

Grjótgarðar ehf. sáu um hellulgnir við Íþróttamiðstöðina í Grindavík – Það verkefni þykir afar vel heppnað

Grjótgarðar sérhæfa sig meðal annrs í trjáklippingum, þökulögnum, hleðslu á veggjum og hellulögnum og segir Hjalti að lítið mál sé að leggja hellur yfir vetrartímann ef ekki er frost í jörðu.

 „Við höfum til umráða fyrsta flokks nýleg tæki til hellulagna og starfsfólk okkar hefur mikla reynslu, sem tryggir fljót og fagmannleg vinnubrögð.“ Segir Hjalti Már

Það þarf þó að huga að ýmsu þegar kemur að hellulögn, svo sem tegund á hellum á því svæði sem á að helluleggja og svo skiptir undirvinnan gríðalega miklu máli uppá endingu að gera. Að sögn Hjalta Más skiptir val á því efni sem nota á við framkvæmdirnar miklu máli.

„Við hjá Grjótgörðum þekkjum þetta allt út í gegn og notum aðeins fyrsta flokks hellur og jarðefni sem hafur verið notað og sannað sig við íslenskar aðstæður í áratugi.“

Nú er hentugur tími til að klippa flestar tegundir trjáa - Leitaðu ráða hjá Grjótgörðum

Nú er hentugur tími til að klippa flestar tegundir trjáa – Leitaðu ráða hjá Grjótgörðum

Starfsmenn Grjótgarða ehf. hafa vakið athygli vegfarenda að undanförnu þar sem þeir vinna við hellulagnir og trjáklippingar út um allt.

Hjalti Már segir að góður tími til að klippa allflestar tegundir trjágróðurs er seinni part veturs eða snemma að vori, því þá sé gróðurinn enn í dvala. Einnig er minni hætta á að það verði einhver skaði af völdum sveppasjúkdóma. Misjafnt er hvenær má klippa og hvenær má ekki klippa hveja tegund fyrir sig, því borgar sig að leita ráða hjá fagmönnum.

grjotgardar