Nýjast á Local Suðurnes

Harka í Inkasso-deildinni – Haraldur Freyr braut fjórar tennur í leiknum gegn KA

Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflvíkinga, braut fjórar tennur í leik Keflavíkur gegn KA, sem fram fór á Akureyri í gær. Um hörkuleik var að ræða þar sem liðin skildu jöfn, 1-1.

Haraldur Freyr fór út af á lokamínútunum, en KA-menn jöfnuðu leikinn úr vítaspyrnu, og segir Þorvaldur Örlygsson þjálfari Keflvíkinga að það hefði ekki gerst hefði Haraldur klárað leikinn.

„Við þurftum því miður að gera skiptingu þegar Haraldur Freyr, hafsentinn okkar, hálfrotaðist og missti tönn eftir mjög vafasamt klafs út við línu. Við þurftum að skipta honum út af, en með hann inn á þá hefði þetta aldrei gerst,” sagði Þorvaldur við fotbolta.net eftir leik.

Kappinn fór beint upp á tannlæknastofu eftir leik og lét gera við eins og má sjá á myndinni hér að neðan.