Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar taka á móti KA mönnum í kvöld – Kveðjuleikur Scott Ramsay

Grindvíkingar fá KA-menn í heimsókn í kvöld, liðið er sem stendur í sjöunda sæti fyrstu deildar með 14 stig en KA menn eru fyrir leikinn í því fjórða með 18 stig.

Leikurinn í kvöld er kveðjuleikur Scott Ramsay sem hefur leikið hér á landi frá 1997, megnið af tímanum með Grindavík en hann hefur einnig leikið með Keflavík, KR, Reyni Sandgerði og Víði Garði. Ramsay sem er fertugur að aldri hefur leikið 319 leiki hér á landi og skorað í þeim 51 mark.