Nýjast á Local Suðurnes

Segja upp starfsfólki vegna lægri framlaga frá ríki

Markaðsstofa Reykjaness þarf að segja upp starfsfólki þar sem samstarfssamningur félagsins við Ferðamálastofu var tekinn til endurskoðunar og framlag til Markaðsstofunnar lækkað.

Samstarfssamningurinn var lagður fram og ræddur á síðasta stjórnarfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) og telur stjórnin þennan samning óásættanlegan fyrir svæðið, eftir því sem kemur fram í fundagerð SSS.

Lækkun milli ára hefur orðið til þess að segja þarf upp öðrum starfsmanni Markaðsstofunnar, segir einnig í fundargerðinni og hefur framkvæmastjóra verið falið að boða Ferðamálastjóra á fund stjórnarinnar.

Ekki náðist í framkvæmdastjóra SSS við vinnslu fréttarinnar til þess að fá upplýsingar um hversu mikil lækkunin er og hvaða áhrif þetta hefur á starfsemi Markaðsstofu Reykjaness.