Nýjast á Local Suðurnes

Fresta varnagarðavinnu við möstur

Ákveðið hefur verið að fresta varnargarðavinnu við rafmagnsmöstur fram yfir áramót. Ef virkni fer af stað aftur verður þó brugðist hratt við, segir í tilkynningu frá Landsneti.

Í dag verðum við á slóðum Svartsengislínu með Verkís Verkfræðistofa að skoða aðstæður og undirbúa varnir á þremur möstrum sem standa næst varnargarðinum við Svartsengi, segir í tilkynningunni.

Hugmyndin er að verja þau með leiðigörðum, sem er ætlað að beina hraunstraumi frá þeim. Efnið í garðana er tiltækt á staðnum og reiknum við með að klára vinnuna í kringum möstrin fyrir helgi. Í framhaldi verður skoðað að færa möstrin til en sú aðgerð tekur lengri tíma.

Það er EFLA verkfræðistofa sem hannar varnargarðana.

„ Við munum í dag hefja vinnu við að verja nokkur möstur í Svartsengislínu, möstur sem standa fyrir utan varnargarðana og eru mögulega í hættu miðað við hraunflæðislíkön. Við reiknum með að klára þetta hratt og örugglega fyrir helgi. Á sama tíma erum við að skoða leiðir til að færa hluta Svartengislínunnar á svæði sem er öruggara gagnvart hraunflæðinu.“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets.