Nýjast á Local Suðurnes

Banna vinstri beygju við Hafnaveg – Vegagerðin finnur fyrir miklum þrýstingi

Vinstri beygja verður bönnuð á mótum Hafnavegar og Reykjanesbrautar og verða bráðabirgðakantar og skilti sett upp á næstu dögum, framkvæmdin verður svo kláruð þegar framkvæmdir hefjast við gerð undirganga við gatnamótin. Þetta kemur fram í pistli sem Guðlaugur Helgi Sigurjónsson ritaði og er birtur á Facebook-síðunni “Stopp-Hingað og ekki lengra!”

Í pistli Guðlaugs kemur einnig fram að Vegagerðin finni fyrir þeim mikla þrýstingi sem er í gangi um þessar mundir varðandi málefni tengd tvöföldun Reykjanesbrautar. Það er þó ekki á áætlun að gera breytingar á öðrum hættulegum gatnamótum á þessum slóðum á næstunni, enda sé slíkt ekki á samgönguáætlun, sem gildir til ársins 2018.

“Það er því vonandi að veitt verði aukið fjármagn til þessara mála á næsta ári þannig þetta komist á “koppinn”. Við munum tryggja að þetta fari á áætlun en það eru aðrir sem þurfa tryggja fjármagn til þessara framkvæmda. Þessi hringtorg yrðu hönnuð þannig að þau pössuðu inn í tvöfölldunina þegar hún kæmi sem er auðvitað “lokaafurðin”.” Segir í pistli Guðlaugs Helga.