Nýjast á Local Suðurnes

Samantekt um sögu eldri húsa í Sandgerði aðgengileg á vefnum

Sandgerðisbær lét árið 2013 vinna samantekt um sögu eldri húsa í Sandgerði, samantektin byggir á markmiðum í aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008 til 2024 um húsvernd, skýrslan er svokölluð “Byggða og húsakönnun”

Byggða- og húsakönnun er mikilvæg til að uppfræða íbúa um umhverfi og byggingararfleifð í sínu bæjarfélagi og til stofnunar vettvangs fyrir áhugasama. Hún er einnig grunnur og hvatning til umsóknar styrkja frá Húsafriðunarnefnd til að gera upp merkileg hús.

Skýrslan, sem finna má hér í heild sinni, er 80 blaðsíður að lengd og skartar fjölda mynda af gömlum húsum í sveitarfélaginu. Samantektin var unnin af Kanon arkitektum.