Nýjast á Local Suðurnes

Júdódeild fær ekki rekstrarstyrk

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar (ÍT ráð) hafnaði beiðni Júdódeildar UMFN um rekstrarstyrk á síðasta fundi sínum. Um 80 manns stunda æfingar hjá deildinni.

Júdódeildin, sem rekin er í sjálboðavinnu, innheimtir einungis æfingagjöld af þeim sem þiggja hvatagreiðslur frá sveitarfélaginu og eru gjöldin jafnhá greiðslunum.

Á fundi ráðsins kom fram að unnið sé að því að úbúa æfingaaðstöðu fyrir deildina á vegum Reykjanesbæjar. Þá fær deildin, líkt og aðrar íþróttadeildir, svonefnd þjálfaralaun frá Reykjanesbæ sem eru greidd út með það að aðalmarkmiði að stuðla að því að börn og ungmenni njóti leiðsagnar menntaðra þjálfara.