Nýjast á Local Suðurnes

GeoSilica styrkir kvennaboltann í Keflavík

Sprotafyrirtækið GeoSilica, sem staðsett er á Ásbrú, hefur undirritað tveggja ára samstarfssamning við Knattspyrnudeild Keflavíkur (Mfl. og 2.fl. kvenna).

,,Ég held að það sé óhætt að fullyrða að geoSilica sé fyrsta fyrirtækið sem styrkir kvennaboltann í Keflavík með því að styrkurinn sé skilyrtur til notkunar til uppbyggingar á kvennaboltans í Keflavík að eingöngu” segir Sveinn Þórarinsson gjaldkeri kvennaráðs Keflavíkur.

GeoSilica Iceland ehf. hefur það markmið að framleiða hágæða kísilríkar heilsuvörur úr jarðhitavatni jarðvarmavirkjana á Íslandi til að stuðla að bættri heilsu fólks.