Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar fara hamförum á samfélagsmiðlum

Tvö mynd­bönd Knattspyrnudeildar Njarðvíkur í tengslum við félagaskipti malasíska leikmannsins Luqman Ha­kim frá belgíska úr­vals­deildar­liðinu K.V. Kortrijk hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Rúmlega hálf milljón manna hafa kíkt á myndböndin tvö á Twitter og fjöldi skilið eftir ummæli.

Myndböndin, sem sjá má hér fyrir neðan hafa náð augum vel á sjöunda hundruðþúsund notenda Twitter, þegar þetta er ritað. Þá má gera ráð fyrir að tugþúsundir notenda annara miðla á borð við Facebook og Instagram hafi barið myndböndin augum.