Nýjast á Local Suðurnes

Bílanaust lokar öllum verslunum – Rekstrarfélagið gjaldþrota

Bílanaust, sem rekur verslun í Reykjanesbæ, auk verslanna í Hafnarfirði, á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum er gjaldþrota og hefur lokað verslunum sínum.

Starfsmenn fyrirtækisins voru samkvæmt frétt Vísis.is boðaðir á fund í morgun og þeim tilkynnt að fyrirtækið væri gjaldþrota.

Þá segir í frétt Vísis að undanfarin fimm ár hafi tekjur félagsins dregist saman um 35 prósent og tap ársins ársins 2017 hafi numið 118 milljónum króna samanborið við 85 milljónir árið á undan.