Nýjast á Local Suðurnes

Þingmenn verða að geta mokað flórinn! – Myndband!

Páll Magnússon er einn af þeim sem býður sig fram til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og eins og flestir vita fylgja framboðum ferðalög og heimsóknir.

Páll heimsótti Arnar Bjarna Eiríksson, stórbónda í Gunnbjarnarholti á dögunum og þar fékk einhver þá hugmynd að skella eitt stykki myndband, enda mun vera nauðsynlegt að skemmta sér líka í prófkjörsralli um stórt kjördæmi, segir á Facebook-síðu Páls, Myndbandið má finna hér fyrir neðan, en þar er endurgert frægt atriði úr kvikmyndinni Dalalíf eftir Þráin Bertelsson.