Nýjast á Local Suðurnes

Stöðvaður með stinningarlyf og steratöflur

Tollverðir haldlögðu nýverið mikið magn stera sem karlmaður reyndi að smygla inn í landið í ferðatösku. Í tilkynningu frá Tollstjóra kemur fram að um hafi verið að ræða nær 20.000 steratöflur, ambúlur og stinningarlyfið Kamagra.

Maðurinn hafði dvalið í Taílandi og var að koma með flugi frá Kaupmannahöfn þegar hann var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Tollstjóri kærði málið til lögreglunnar á Suðurnesjum sem fer með rannsókn þess. Rannsókninni miðar vel og er hún á lokastigi.