Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða út byggingu sex íbúða fyrir aldraða

Grindavíkurbær hefur óskað eftir eftir tilboðum í byggingu 6 íbúða fyrir aldraða við Víðihlið í Grindavík. Um er að ræða viðbyggingu á tveimur hæðum við núverandi íbúðir aldraðra.

Verkið er fólgið í jarðvinnu, uppsteypu, fullnaðarfrágangi innan- og utanhúss ásamt frágangi lóðar. Samkvæmt áætlunum Grindavíkurbæjar er gert ráð fyrir að verkið geti hafist þann 19. desember næstkomandi og að verklok verði eigi síðar en þann 31. mars 2018.