Geldingadalagos kostaði Grindavíkurbæ milljónatugi

Nettókostnaður Grindavíkurbæjar eldgossins í Geldingadölum á síðasta ári var um 60 milljónir króna. Ekki hefur gefist tími til að kostnaðargreina þau verk sem Grindavíkurbær þarf að ráðast í vegna eldgossins sem nú stendur yfir í Meradölum.
Þetta kemur fram í umfjöllun mbl.is um málið og er ofangreint haft eftir bæjarstjóranum, Fannari Jónssyni. Fannar segir einnig að líklegt megi teljast að aðrir komi til með að hlaupa undir bagga, þar á meðal ríkið.
Þá segir bæjarstjórinn að ferðaþjónustufyrirtæki, veitingastaðir, gisting og fleiri fyrirtæki njóti góðs af ferðamennskunni í bæinn og að það séu tekjupóstar líka, þótt það fari ekki beint í bæjarsjóð.