Nýjast á Local Suðurnes

Grunnskóli Grindavíkur verðlaunaður vegna fræðsluátaks

Halldóra Kr. Magnúsdóttir skólastjóri tók við verðlaununum fyrir hönd skólans.

Síðastliðinn föstudag fékk Grunnskólinn í Grindavík við góða gesti í heimsókn frá Vodafone á Íslandi. Gestirnir komu færandi hendi en Grunnskóli Grindavíkur er einn af þremur skólum sem dreginn var úr verðlaunapotti Vodafone í tengslum við fræðsluátakið „Ber það sem eftir er: Um sexting, hefndarklám og netið” sem Vodafone stóð fyrir í samstarfi við Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur.

Í verðlaun hlaut skólinn aðalvinninginn, eða þrjár flottar Vodafone Smart Tab 4 spjaldtölvur. Í verðlaunapottinum voru skólar sem stóðu fyrir atburðum í tengslum við átakið.