Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar næla í sterkan FH-ing fyrir átökin í Pepsí-deildinni

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gengið frá samningum við fyrrum leikmann Íslandsmeistara FH, Brynjar Ásgeir Guðmundssonum að leika með liðinu í Pepsí-deildinni næsta sumar. Brynjar er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið allar stöður í vörninni, auk þess að vera sterkur á miðjunni.

Brynjar Ásgeir er uppalinn FH-ingur en hann hefur skorað sex mörk í 56 deildar og bikarleikjum með liðinu á ferli sínum. Hann á einnig átta Evrópuleiki að baki. Þá hefur Brynjar leikið með öllum yngri landsliðum Íslands, þar á meðal tvo leiki með U21 árs landsliðinu.