Nýjast á Local Suðurnes

Nokkrar bílveltur á Suðurnesjum

Bílvelta varð á Njarðvíkurvegi í Reykjanesbæ í fyrradag. Aðdragandinn er sá að bifreið var ekið upp á hringtorg og hafnaði hún á stóru grjóti, sem er á því miðju, með þeim afleiðingum að hún valt.Ökumaðurinn slapp ómeiddur en var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til öryggis.

Önnur bílvelta varð í vikunni á Reykjanesbraut vestan við Vogaveg. Ökumaður hugðist taka fram úr annarri bifreið en missti stjórn á sinni eigin í hálku og því fór sem fór. Hann var einnig fluttur á HSS en meiðsl hans ekki alvarleg.

Þá hafnaði bifreið úti í hrauni eftir að ökumaður hafði misst stjórn á henni í krapa á Grindavíkurvegi.

Fleiri árekstrar og umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni en engin meiri háttar meiðsl á fólki.