Nýjast á Local Suðurnes

Tveir snarpir skjálftar við Grindavík

Tveir snarpir jarðskjálftar urðu rétt austan við fjallið Þorbjörn skömmu fyrir hádegi. Skjálftarnir voru 2,8 og 3,0 að stærð og voru um 15 sekúndur á milli þeirra.

Skjálftanna varð vart í Grindavík, en nokkur skjálftavirkni hefur verið á svæðinu síðustu vikur í tengslum við landris við Þorbjörn.

Óvissustig vegna landriss er enn í gildi hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.