Nýjast á Local Suðurnes

Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld

Stefan Bonneau hyggst spila sinn fyrsta leik á árinu med B-liði UMFN i kvöld. Leikurinn hefst kl 20.30 og er um að ræða toppslag í 2. deild karla á mòti ÍB. Þetta kemur fram á Facebook-síðu UMFN.

Bræðurnir Teitur og Gunnar Örlygssynir liggja enn undir feldi og íhuga ad spila einnig þennan leik í kvöld – Fram kemur á Facebook-síðu Njarðvíkinga að leit standi yfir að keppnisbúningi sem gæti hentað formanni UMFN, Gunnari Örlygssyni.