Nýjast á Local Suðurnes

Þróttarar fagna – Frítt á völlinn

Á laugardaginn keppir mfl. karla Þróttar í knattspyrnu síðasta heimaleik sinn á þessu sumri. Leikurinn hefst kl. 14.00 og það er frítt á völlinn!

Að þessu sinni eru það Magna menn frá Grenivík sem koma í heimsókn en þeir áttu sinn þátt í því um seinustu helgi að nú er öruggt að lið Þróttar spilar í Lengjudeildinni á næsta ári með því að sigra Völsung 2-1 á Grenivíkurvelli. 

Við ætlum samt að taka hæfilega vel á móti þeim því að með sigri tryggir Þróttur sér efsta sætið í deildinni og með jafntefli gæti það líka verið tryggt þar sem liðin í 2. og 3. sæti eru að spila innbyrðis. 

Þróttur ætlar að bjóða upp á fiskisúpu og nýbakað brauð á nýja pallinum frá 13.00 til 13.45 og sölu á treyjum og treflum frá 13.30 til 14.00, einig kaffi- og nammisölu í hálfleik. Hægt verður að kaupa miða á lokahóf félagsins sem fer fram 18. september.