Nýjast á Local Suðurnes

Fimm Íslandsmeistaratitlar til Keflavíkur í skotfimi

Tvö Íslansdmót voru haldin um síðustu helgi í skotgreinum, Íslandsmót í 50 metrum liggjandi haldið í Digranesi hjá Skotíþróttafélagi Kópavogs og svo Íslansdmótið í þrístöðu haldið í Egilshöll hjá Skotfélagi Reykjavíkur.

Skotdeild Keflavíkur kom heim með tvo Íslandsmeistaratitla að þessu sinn og eru því komnir með fimm titla það sem af er af árinu. Bjarni Sigurðsson varð í 1. sæti í 3. flokki og skaut sig upp í 2. flokk sem er aðeins 3.6 stigum frá 1. flokks skori. Theodór Kjartansson varð Íslansdmeistari í þrístöðu í 3. flokki, en þrístaðan er spennandi grein sem sí fleiri eru byrjaðir að stunda.