Njarðvíkingar Brassa sig upp
Njarðvík hefur samið við brasilíska miðjumanninn Joao Ananias en þessi 31 árs gamli leikmaður hefur skrifað undir samning sem gildir næstu tvö tímabil.
Ananias hefur leikið 100 leiki í næst efstu deild í Brasilíu, en auk þess hefur hann leikið í Lettlandi og Albaníu.
Njarðvík tryggði sér sæti í Lengjudeildinni næsta sumar eftir að hafa unnið 2. deildina.
„João Ananias mun án efa styrkja lið Njarðvíkur mikið og verður mikilvægur hlekkur til að ná markmiðum sumarsins. Félagið býður João velkominn og væntir mikils af honum.” Segir í tilkynningu félagsins.