Nýjast á Local Suðurnes

Sakar Suðurnesjafyrirtæki í gjaldþrotameðferð um óheiðarleg vinnubrögð

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Eigandi hópferðafyrirtækisins Hópferðir ehf., Ellert Scheving Markússon, sakar Suðurnesjafyrirtækið Sagatours ehf. um óheiðarleg vinnubrögð, en hann segir eigendur fyrirtækisins hafa breytt nafni þess rétt fyrir gjaldþrot til þess eins að koma höggi á fyrirtæki hans. Nafni Sagatours var breytt, að sögn Ellerts, í Hópferðir Ellerts ehf. rétt áður en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta.

Ellert greinir frá þessu í opinni færslu á Facebook-síðu sinni, en færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þá hafa eigendur beggja fyrirtækja tekið þátt í umræðum um málið á Fésbókar-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar, sem er lokaður hópur áhugamanna um ferðaþjónustu, en í máli beggja kemur fram að fyrirtækin tvö hafi átt í samstarfi, sem endað hafi illa, á árunum 2014 og 2015.