Nýjast á Local Suðurnes

Kveikt á EM-Skjánum í skrúðgarðinum á föstudag klukkan 17.50

Þessa dagana er unniða að undirbúningi fyrir uppsetningu á risa skjá í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ, í tengslum við Evrópukeppnina í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi um miðjan mánuðinn. Allir EM leikirnir verða sýndir á svæðinu og verður ýmislegt gert fólki til dægrastyttingar á meðan skjárinn verður uppi.

Veitingasala verður á svæðinu á vegum Fernado´s Pizza, auk þess að fá tækifæri til að bragða á bestu pizzum bæjarins verður mögulegt að fá sér einn til tvo kalda yfir leikjunum, eða rautt og hvítt fyrir þa´sem það vilja. Þá verður að sjálfsögðu opið á Pulsuvagninum, sem staðsettur er steinsnar frá skjánum. Fyrir börn (og fullorðna) verður í boði að fá andlitsmálningu og sitthvað fleira skemmtilegt. Fyrirtæki af Suðurnesjum munu einnig vera með bása á svæðinu þar sem seldur verður ýmiss varningur.

Áætlað er a hefja uppsetningu á skjánum á morgun, fimmtudag og er gert ráð fyrir að henni verði lokið seinnpart föstudags, ef allt gengur upp verður formlega kveikt á skjánum klukkan 17:50 þann dag, að viðstöddum bæjarstjóra Reykjanesbæjar og forsvarskonum aðal styrktaraðila verkefnisins, GeoSilica.

Í tilkynnngu frá forsvarsmönnum verkefnisins segir að enn vanti nokkuð upp á að klára fjármögnunina, og biðla þeir til fyrirtækja á svæðinu að hafa samband hafi þau áhuga á að styðja við bakið á EM Skjánum. Þá kemur einnig fram í tilkynningu að verði afgangur að verkefninu loknu mun hann renna óskiptur til íþróttafélagsins NES.

“Fjármögnun er hinsvegar ekki lokið, og vantar enn þónokkuð uppá, og eru forsvarsmenn verkefnisins að vonast eftir einhverjum nokkrum fyrirtækjum til að koma og hlaupa undir bagga með þeim að klára þetta, eða einn aðili þess vegna.

Verkefnið sem slíkt er ekki sett upp sem gróðamaskína, heldur tækifæri til að halda td. erlendum gestum lengur í bænum okkar og fá fólk til að fara út  að horfa og njóta lífsins.

Allur ágróði sem verður af þessu verkefni mun síðan renna óskipt til NES.” Segir í tilkynningunni.

Einnig kemur fram í tilkynningunni að einstaklingum standi til boða að senda kveðju til bæjarbúa og landsliðsins á skjánum gegn vægu gjaldi.

“Einstaklingum hefur einnig verið boðið að koma að þessu verkefni með td að borga 5000 kr, og fá mynd af sér og nafn og senda kveðju til landsliðsins og bæjarbúa, er verið að taka við þannig pöntunum núna á emailinu emskjarinn@yahoo.com

Ef einhver góðhjartaður framkvæmdastjóri eða eigandi fyrirtækis sem sér hvað þetta er gott verefni fyrir okkar frábæra bæjarfélag þá er viðkomandi beðinn að hafa samband á netfangið skjasport@gmail.com eða hringja í síma 615-8520.

Við viljum gera þetta verkefni þannig að allir séu stolltir af þessu, og að allir hafi gaman að þessu frá A-Ö  að við getum stutt íslenska landsliðið með dáðum héðan heima og sent þeim hinn eina sanna keppnisanda frá suðurnesjum.” Segir í tilkynningunni.