Nýjast á Local Suðurnes

Bjarni tekinn við Grindavík

Bjarni Magnússon mun þjálfa kvennalið Grindavíkur það sem eftir lifir tímabils, en hann skrifaði undir samning þess efnis í gær. Gengi liðsins hefur verið undir væntingum það sem af er tímabils, en liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sjö leikjum sínum.

Bjarni hefur áður þjálfað í kvennaboltnum, en hann stýrði kvennaliði Hauka í þrjú ár við góðan orðstír. Næsti leik­ur Grinda­vík­ur er á heimavelli gegn Njarðvík í bik­ar­keppn­inni á sunnu­dag­inn kl. 16.