Nýjast á Local Suðurnes

Nokkuð um vímuefnaakstur og árekstra á Suðurnesjum í vikunni

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna var með fíkniefni í fórum sínum. Sama máli gegndi um farþega sem var í bílnum með honum. Annar ökumaður var einnig handtekinn vegna gruns um vímuefnaakstur og færður á lögreglustöð.

Þá var tilkynnt um nokkur umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bifreið sem ekið var eftir Skógarbraut valt eftir að ökumaðurinn missti stjórn á henni. Hafnaði hún á hvolfi utan vegar. Mældist vegalengdin frá því að hún fór út af og þar til að hún staðnæmdist 40 metrar. Ökumaðurinn fór á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Þá var bifreið ekið aftan á aðra sem var kyrrstæð og mannlaus í vegkanti á Aðalgötu.  Í öðrum tilvikum var um minni háttar mál að ræða.