Nýjast á Local Suðurnes

Starfsmenn erlendra ferðaskrifstofa kynntu sér möguleikana á Reykjanesi

Um 40 starfsmenn frá ferðaskrifstofum víðsvegar um heim komu saman á veitingahúsinu Vitanum á dögunum og brögðuðu á dýrindis krabbaréttum, sem hafa verið gríðarlega vinsælir á veitingahúsinu undanfarin ár. Um var að ræða hóp sem kom hingað til lands í tengslum við ferðaráðstefnuna Mid-Atlantic, sem haldin var í Laugardalshöllinni þann 27. janúar síðastliðinn.

Hópurinn sem staldraði við á Vitanum, og lét vel af krabbaveislunni, var á ferð um Reykjanesið að kynna sér þá möguleika sem svæðið hefur upp á að bjóða fyrir ævintýragjarna ferðamenn.