Nýjast á Local Suðurnes

Þrefalt fleiri lendingar á Keflavíkurflugvelli á aðfangadag

Von er á 40 flug­vél­um til lend­ing­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli á aðfanga­dag. Þetta er 60% aukn­ing frá því í fyrra þegar 25 flug­vél­ar lentu á vell­in­um og ríf­lega þreföld­un frá ár­inu 2014 þegar 13 vél­ar lentu á vell­in­um á aðfanga­dag.

Þetta kemur fram á vef mbl.is en þar segir Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, að bjart­sýn­ustu spár geri ráð fyr­ir 40% aukn­ingu á komu er­lendra ferðamanna hingað til lands í des­em­ber­mánuði í ár. 71 þúsund ferðamenn komu til lands­ins í des­em­ber í fyrra og 54 þúsund í sama mánuði árið þar áður. Í ár gæti tal­an orðið 100 þúsund.