Nýjast á Local Suðurnes

Paddy’s-ónæði til umræðu hjá bæjarráði á ný

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur falið Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra sveitarfélagsins, að vinna áfram í málum sem tengjast kvörtunum vegna skemmtistaðarins Paddy’s við Hafnargötu.

Mál er varða hávaða og slæma umgengni við skemmtistaði við Hafnargötu hafa verið lengi í vinnslu og nokkrum sinnum hafa slík mál ratað inn á borð bæjarráðs án þess að mikill árangur hafi náðst í að finna lausnir.