Júníus Meyvant heldur tónleika á Paddy´s
Júníus Meyvant heldur tónleika ásamt hljómsveit sinni á Paddy’s miðvikudagskvöldið 16. desember, húsið opnar kl. 20:30 en tónleikarnir hefjast á slaginu klukkan 22.00 og er athygli vakin á því að miðar eru aðeins seldir við innganginn og því skynsamlegt að mæta snemma.
Júníus hefur verið á tónleikaferðalagi um Frakkland að undanförnu og mun ferðast um Evrópu í lok janúar þar sem hann mun meðal annars halda tónleika í Þýskalandi, Austurríki og Ítalíu.
Aðgangseyrir á tónleikana á Paddy´s er 1500 kr. og eins og áður sagði er miðasala eingöngu við innganginn.
Fyrir þá sem vilja hita upp fyrir tónleikana er kjörið að hlusta á kappann flytja lagið Color Decay ásamt Seattle Rock Orchestra Quintet.