Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkursigur í grannaslagnum

Njarðvíkingar verða í 3.-6. sæti Domino´s-deildarinnar í körfuknattleik ásamt Haukum, Þór Þorlákshöfn og Stjörnunni yfir hátiðirnar en Grindvíkingar í því áttunda, eftir leik liðanna í Ljónagryfjunni í kvöld sem lauk með sigri Njarðvíkinga 87-71. Bæði lið léku án útlendinga í leiknum.

Grindvíkingar voru lengi að komast í gang og skoruðu ekki stig fyrstu þrjár mínútur leiksins, leik­ur­inn var þó nokkuð jafn megnið af fyr­ir hálfleik þó svo að Njarðvík­ing­ar hafi verið skrefinu á undan í flestum sínum aðgerðum, staðan í leikhléi var 40-36 heimamönnum í vil.

Þriðji leikhluti var jafn eins og þeir tveir fyrstu en Njarðvíkingar leiddu þó leikinn yfirleitt með nokkrum stigum. Hauk­ur Helgi Páls­son sem hafði haft verið í rólega gírnum fram­an af leik tók sig til og átti flottan fjórða leik­hluta á meðan Grindvíkingar virkuðu þreyttir, það tryggði Njarðvíkingum 16 stiga sigur að lokum, þó þær tölur segi kannski ekki alla söguna.

Hauk­ur Helgi Páls­son skoraði 21 stig og tók ​8 frá­köst fyrir Njarðvíkinga, Logi Gunn­ars­son skoraði 18 og Maciej Stan­islav Bag­inski 17.

Hjá Grindvíkingaum var Þor­leif­ur Ólafs­son stigahæstur með 17 stig og Ómar Örn Sæv­ars­son skoraði 16, auk þess sem hann tók 12 frá­köst.