Nýjast á Local Suðurnes

Fjórir grunnskólar Reykjanesbæjar í úrslitum Skólahreysti

Laugardaginn 21. maí kepptu fjórir grunnskólar Reykjanesbæjar til úrslita í Skólahreysti en alls komust 12 skólar af öllu landinu í lokaúrslitin.

Reykjanesbæjarskólarnir fjórir stóðu sig svo sannarlega vel en Akurskóli náði 5. sætinu, Stapaskóli tók 8. sætið, Heiðarskóli 11. sæti og Holtaskóli komst á verðlaunapall og hafnaði í 3. sæti þar sem Almar Örn átti flestar dýfur kvöldsins og sigraði Holtaskóli þá grein keppninnar.