Nýjast á Local Suðurnes

Víðir heldur sæti sínu í 3. deild þrátt fyrir tap

Víðismenn töpuðu gegn Völsungum í þriðju deildinni í gær, 1-2. Víðismenn fengu gullið tækifæri til að jafna leikinn á lokamínútunni þegar leikmaður Víðismanna skallaði knettinum yfir markið frá markteig, atvikið verður þó að teljast umdeilt því leikmaður Völsunga gerðist brotlegur að mati flestra nema þá helst dómara leiksins.

Víðismenn halda þó sæti sínu í deildinn þrátt fyrir að hafa aðeins fengið tvö stig eftir fyrstu átta leikina, en liðið hefur leikið afar vel í síðustu leikjum og safnað stigum. Liðið er nú þegar tvær umferðir eru eftir með 17 stig í 7. sæti og öruggt um sæti sitt í deildinni.

Síðustu tveir leikirnir í sumar eru svo nágrannaslagur í Sandgerði gegn Reyni, laugardaginn 5. september og svo tekur liðið á móti KFR þann 12. september.