Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar í 7. sæti eftir tap gegn KV

Það var hart barist í leik KV og Njarðvíkur sem fram fór í Frostaskjóli í gærkvöld. Með sigri í leiknum hefðu Njarðvíkingar haldið sér í toppbaráttu 2. deildar en raunin varð önnur, 1-0 tap og liðið situr sem fastast um miðja deild.

Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af krafti en tókst ekki að skora, það gerðu hinsvegar KV-menn á 47. mínútu og þar við sat. Þetta er fjórði leikurinn í röð sem Njarðvíkingum tekst ekki að koma knettinum inn fyrir marklínu andstæðinga sinna sem verður að teljast áhyggjuefni fyrir liðið sem stefnir á að komast upp um deild.