Nýjast á Local Suðurnes

Guðmundur Steinarsson í hópnum hjá Njarðvík gegn KF

Þjálfari Njarðvíkurliðsins, Guðmundur Steinarsson verður í leikmannahópi Njarðvíkur á morgun þegar liðið tekur á móti KF, þetta kemur fram á Facebook síðu kd. Njarðvíkur.

Töluvert er um meiðsl og leikbönn í leikmannahópnum. Guðmundur sagði í stuttu spjalli við FB síðu knattspyrnudeildarinnar að hann væri í búning, en á bekknum gegn KF á Njarðtaksvelli á morgun laugardag.

Guðmundur hefur ekki komið við sögu í leikmannahóp liðsins í sumar. Það er því nokkuð ljóst að ef Guðmundur skiptir sjálfum sér inná verður sóknarlína Njarðvíkurliðsins í sterkari kantinum þar sem markamaskínan Tryggvi Guðmundsson er fyrir í fremstu víglínu.