Nýjast á Local Suðurnes

20 hlauparar hlaupa fyrir Minningarsjóð Ölla í Reykjavíkurmaraþoni

Hlaupararnir sem hlupu fyrir minningarsjóðinn í fyrra - Mynd: Facebook/Minningarsjóður Ölla

Reykjavíkurmaraþonið fer fram þann 22. ágúst næstkomandi og að venju er hægt að styrkja hin ýmsu góðgerðarfélög eða málefni. Tugir miljóna hafa safnast til á annað hundrað góðgerðafélaga í tengslum við hlaupið ár hvert og hafa upphæðirnar smáar sem stórar skipt félögin miklu máli og verið notaðar í mörg þörf verkefni.

Um 20 hlauparar munu hlaupa fyrir Minningar- og styrktarsjóð Ölla sem hefur það að markmiði að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna.

olli - orlygur sturluson

Örlygur Aron Sturluson va eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta, þegar hann lést af slysförum þann16. janúar árið 2000..

Minnigarsjóðurinn verður með hvatningarstöð á horni Ægisgötu og Mýrargötu, við Hamborgarabúllu Tómasar og Reykjavík Marina Icelandair hótelið. Einnig vilja forsvarmenn sjóðsins minna fólk á að kíkja í sal sem þau hafa til umráða að Laufásvegi 13 (safnaðarheimili Fríkirkjunnar í Reykjavík) eftir hlaup. Þar verður boðið upp á hressingu, myndatöku og fjör.

Hvatningarliðið mun reyna að koma auga á hlauparana okkar en endilega smellið á okkur fimmu ef þið sjáið okkur þegar þið eigið leið um. Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að mæta kl 9 í fyrramálið á hvatningarstöðina og taka þátt í því með okkur að hvetja hlauparana áfram. Endilega mætið í grænu og með Ölla buff ef þið eigið og allt sem býr til hávaða og skemmtilegheit. Við erum orðin þvílíkt spennt! – Segir á Facebook-síðu sjóðsins

 

Eins og flestum Suðurnesjamönnum ætti að vera kunnugt var Örlygur Aron Sturluson eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta, sem aðeins 16 ára var hann orðinn lykilmaður í meistaraflokksliði Njarðvíkur. Hann spilaði með unglingalandsliðinu og A-landsliðinu og var orðinn einn af albestu leikmönnum meistaradeildarinnar tímabilið 1999-2000 þegar hann lést af slysförum 16. janúar árið 2000.

Hægt er að styrkja minningarsjóðinn með því að heita á þá sem hlaupa með því að smella hér, en nú þegar hafa safnast rúmlega 300.000 krónur og vel hægt að taka á móti meiru. Hægt er að fylgjast með undirbúningnum á Fésbókarsíðu Minningarsjóðs Ölla hér.