Nýjast á Local Suðurnes

Endurskipulagning hjá Bláa lóninu – Framkvæmdastjóranum sagt upp störfum

Mynd: Bláa lónið

Dagný Hrönn Pétursdóttir, sem hefur verið framkvæmdastjóri Bláa lónsins um árabil, hefur verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Var henni tilkynnt um uppsögnina síðastliðinn þriðjudag, samkvæmt heimildum Vísis.

Grímur Sæmundsen, forstjóri og einn stærsti hluthafi Bláa lónsins, segir í samtali við Vísi að uppsögnin sé liður í endurskipulagningu fyrirtækisins en auk þess hafi þrír aðrir starfsmenn Bláa lónsins verið látnir fara. Ekki standi til að ráða að nýju í starf framkvæmdastjóra Bláa lónsins.