Nýjast á Local Suðurnes

2. deildin: Víðir fer vel af stað – Jafnt hjá Njarðvík

Víðismenn fara vel af stað í 2. deildinni í knattspyrnu, en liðið tók á móti Hetti frá Egilsstöðum Nesfisk-vellinum í Garði á laugardag. Róbert Ólafsson, Jón Sæmundsson, Helgi Þór Jónsson og Alexander Bjarki Rúnarsson sáu til þess að Víðismenn máta 2. sæti deildarinnar með 4-1 sigri.

Leikir Njarðvíkinga og Hugins hafa ávalt verið jafnir og spennandi, en liðin hafa leikið nokkra deildarleiki í gegnum tíðina. Á laugardag varð engin breyting á, þegar liðin mættust á Fellavelli. Huginn varð fyrri til að skora í leik þar sem Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn. Ingibergur Sigurðsson tryggði Njarðvíkingum þó stig með marki á 78. mínútu.