Nýjast á Local Suðurnes

Krabbameinsfélag Suðurnesja stendur fyrir fyrirlestri – Náttúrulegar leiðir til uppbyggingar

Krabbameinsfélag Suðurnesja stendur fyrir fyrirlestri Þriðjudaginn 8. nóvember næstkomandi, en þá mun Ásdís grasalæknir halda fyrirlestur sem hún kallar “Náttúrulegar leiðir til uppbyggingar” farið verður yfir hvernig hægt er að nota heilsusamlegt mataræði og náttúruefni til að byggja upp líkamann eftir krabbameinmeðferð.

Ásdís útskrifaðist með BSc í grasalækningum frá University of East London og hefur rekið eigin stofu um árabil þar sem fjöldi einstaklinga hefur leitað til hennar í ráðgjöf. Ásdís hefur mikla ástríðu fyrir því að miðla heilsuboðskapnum til sem flestra og heldur reglulega fyrirlestra og námskeið um allt land.

Fyrirlesturinn verður haldinn að Smiðjuvöllum 8 og hefst kl. 19:30.