Nýjast á Local Suðurnes

Hættuleg þrep á nýjum útsýnispalli við Brimketil

Mynd: Facebook/skjáskot

Kona á áttræðisaldri varð fyrir meiðslum á fæti eftir að hafa fallið við á nýbyggðum útsýnispalli við Brimketil. Frá þessu er greint á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar, en á þeirri síðu er gjarnan bent á hluti sem betur mega fara í ferðaþjónustunni. Sá er innleggið ritar telur mannvirkið þó flott og þarft, en telur fulla ástæðu til að vara fólk við umræddum þrepum, sem ekki sjást vel.

“Um nýliðna helgi varð ég vitni að því að kona á áttræðisaldri, sem var að skoða Brimketil, uggði ekki að sér og missteig sig herfilega á nýja pallinum sem hefur verið byggður þar. Pallurinn er sannarlega flott og þarft mannvirki en það er full ástæða til að vara fólk við því að á honum sé þrep/stallur sem ekki sést vel. Konan var að hefja 14 daga ferðalag um landið bláa og þegar leiðir okkar skildu þá lá ekki fyrir hvort hún vær brotin eða snúin..í það minnsta löskuð.” Segir á Baklandi ferðaþjónustunnar á Facebook.

Þrepin á hinum nýja útsýnispalli sjást illa. Mynd: Skjáskot/Facebook