Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar töpuðu í Mjódd

Njarðvíkingar heimsóttu topplið ÍR í annari deildinni í knattspyrnu í dag. Það var ekki að sjá á liðunum að annað væri á toppnum og hitt í bullandi fallbaráttu en Njarðvíkingar áttu fínan leik þrátt fyrir 0-1 tap.

ÍR-ingar voru meira með boltann í leiknum en vörn Njarðvíkinga hélt vel og heimamenn náðu ekki að skapa sér nein færi að ráði fyrr en á 78. mínútu þegar þeir skoruðu sigurmarkið. Njarðvíkingar sóttu af krafti eftir markið en náðu ekki að jafna leikinn.

Liðið er í 9. sæti deildarinnar með 19 stig og á leik gegn KV á Njarðtaksvellinum þann 5. september kl. 12.