Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar ætla sér sigur í Frostaskjóli í kvöld

Njarðvíkingar ætla sér sigur gegn Sindra

Njarðvíkingar leggja leið sína til höfuðborgarinnar í kvöld þar sem þeir leika gegn liði KV í Frostaskjóli. Liðin mættust fyrr á árinu í Lengjubikarnum og lauk þeim leik með jafntefli, 2-2.

Njarðvíkingar ætla sér ekkert annað en sigur í kvöld og sagði Guðmundur Steinarson þjálfari Njarðvíkinga, í boltaspjalli Njarðvíkinga sem haldið er úti á Facebook síðu kd. UMFN, að það yrði spilað til sigurs gegn KV, annað kæmi ekki til greina því liðið ætti enn raunhæfa möguleika á að komast upp um deild.

Njarðvíkingar eru í 5. sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld og mæta taplausu toppliði ÍR á þriðjudagskvöld í Njarðvík.